Úrbæturnar hrökkva skammt Valur Þráinsson skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar