NBA í nótt: Enn tapar San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2008 09:23 Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images San Antonio Spurs hefur tapað öllum sínum þremur leikjum til þessa í NBA-deildinni en í nótt tapaði liðið fyrir Dallas, 98-81, á heimavelli. San Antonio tapaði fyrir LA Lakers í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem San Antonio tapar fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Dirk Nowitzky skoraði 30 stig fyrir Dallas í leiknum og Jason Terry bætti við 29 en þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann var í byrjunarliði Dallas. Tony Parker var með 22 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan nítján. Manu Ginobili er enn frá vegna ökklameiðsla og er ekki væntanlegur aftur fyrr en í næsta mánuði. Leikurinn var í raun aldrei spennandi. San Antonio náði að minnka muninn í þrjú stig í öðrum leikhluta en um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðinn 23 stig. Phoenix vann stórsigur á New Jersey, 114-86, þar sem síðarnefnda liðið skoraði ekki nema níu stig í fjórða leikhluta. Leikmenn Phoenix hittu vel í leiknum og var skotnýting leiksins utan af velli 63 prósent. Raja Bell hitti úr öllum sex þriggja stiga skotum sínum og skoraði 22 stig fyrir Phoenix. Steve Nash bætti við tólf stigum og ellefu stoðsendingum. Shaquille O'Neal var með átján stig og Amare Stoudemire fjórtán. Hjá New Jersey var með nítján stig og Yi Jianlian fimmtán og átta fráköst. Þá unnu meistarar Boston góðan sigur á Houston, 103-99. Þegar staðan var 101-97 var Tony Allen dæmdur brotlegur fyrir viðskipti sín við Tracy McGrady, leikmann Houston, sem var fyrir utan þriggja stiga línuna. McGrady fékk þrjú vítaköst og nýtti tvö þeirra. Munurinn var því kominn í tvö stig en hann jókst aftur í fjögur þegar að Kevin House nýtti bæði sín vítaköst hinum megin á vellinum. Þá voru tæpar tíu sekúndur eftir. Brent Barry misnotaði svo síðasta skot Houston í leiknum, Kevin Garnett náði frákastinu og þar með var leiknum lokið. Ray Allen var með 29 stig fyrir Boston, Garnett fjórtán og ellefu fráköst. McGrady var með 26 stig fyrir Houston en þeir Ron Artest og Yao Ming náðu sér ekki á strik í leiknum. NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
San Antonio Spurs hefur tapað öllum sínum þremur leikjum til þessa í NBA-deildinni en í nótt tapaði liðið fyrir Dallas, 98-81, á heimavelli. San Antonio tapaði fyrir LA Lakers í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra en þetta er í fyrsta sinn í 35 ár sem San Antonio tapar fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Dirk Nowitzky skoraði 30 stig fyrir Dallas í leiknum og Jason Terry bætti við 29 en þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann var í byrjunarliði Dallas. Tony Parker var með 22 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan nítján. Manu Ginobili er enn frá vegna ökklameiðsla og er ekki væntanlegur aftur fyrr en í næsta mánuði. Leikurinn var í raun aldrei spennandi. San Antonio náði að minnka muninn í þrjú stig í öðrum leikhluta en um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðinn 23 stig. Phoenix vann stórsigur á New Jersey, 114-86, þar sem síðarnefnda liðið skoraði ekki nema níu stig í fjórða leikhluta. Leikmenn Phoenix hittu vel í leiknum og var skotnýting leiksins utan af velli 63 prósent. Raja Bell hitti úr öllum sex þriggja stiga skotum sínum og skoraði 22 stig fyrir Phoenix. Steve Nash bætti við tólf stigum og ellefu stoðsendingum. Shaquille O'Neal var með átján stig og Amare Stoudemire fjórtán. Hjá New Jersey var með nítján stig og Yi Jianlian fimmtán og átta fráköst. Þá unnu meistarar Boston góðan sigur á Houston, 103-99. Þegar staðan var 101-97 var Tony Allen dæmdur brotlegur fyrir viðskipti sín við Tracy McGrady, leikmann Houston, sem var fyrir utan þriggja stiga línuna. McGrady fékk þrjú vítaköst og nýtti tvö þeirra. Munurinn var því kominn í tvö stig en hann jókst aftur í fjögur þegar að Kevin House nýtti bæði sín vítaköst hinum megin á vellinum. Þá voru tæpar tíu sekúndur eftir. Brent Barry misnotaði svo síðasta skot Houston í leiknum, Kevin Garnett náði frákastinu og þar með var leiknum lokið. Ray Allen var með 29 stig fyrir Boston, Garnett fjórtán og ellefu fráköst. McGrady var með 26 stig fyrir Houston en þeir Ron Artest og Yao Ming náðu sér ekki á strik í leiknum.
NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum