Myrtu dótturina út af skilnaði Óli Tynes skrifar 8. september 2008 15:36 Foreldrar sautján ára gamallar pakistanskrar stúlku myrtu hana þegar hún reyndi að skilja við 45 ára gamlan mann sem hún hafði verið gift þegar hún var níu ára gömul. Blaðið The Weekend Australian segir að stúlkan hafi verið að koma út úr dómshúsi þar sem hún hafði fengið hjónabandið ógilt. Fyrir framan dómshúsið umkringdi hópur manna hana og skaut hana til bana fyrir augum lögreglunnar. Morðið er mikið áfall fyrir mannréttindasamtök sem eru enn í sárum eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að fimm konur hefðu verið myrtar í Baluchistan. Þrjár voru ungar stúlkur sem höfðu krafist þess að fá sjálfar að velja sér eiginmenni. Hópur karlmanna réðst inn á heimili þeirra og dró þær út ásamt tveim öðrum konum sem voru eldri ættingjar. Konunum var troðið inn í bíl og ekið með þær á afskektan stað. Þar hófu karlmennirnir skothríð á þær. Þegar þær féllu blóðugar til jarðar voru þær dregnar í nærliggjandi skurð og fyllt yfir með grjóti. Sagt er að þær hafi ekki allar verið látnar þegar það gerðist. Ekkert var gert við morðingjana. Yfirvöld hafa þó nú lofað rannsókn, eftir mikið upphlaup á pakistanska þinginu. Þingmaðurinn Istar Ullah Zehri sagði þar að þetta væri aldagömul hefði sem yfirvöld ættu ekki að skipta sér af. Þingmenn múslimaflokksins Jamaat-e-Islami urðu öskureiðir. Þeir samþykktu ályktun þar sem þeir fordæmdu þennan villimannslega glæp sem þeir kölluðu svo. Hann gengi gegn Islam, gegn mannkyninu og gegn allri siðmenningu. Erlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Foreldrar sautján ára gamallar pakistanskrar stúlku myrtu hana þegar hún reyndi að skilja við 45 ára gamlan mann sem hún hafði verið gift þegar hún var níu ára gömul. Blaðið The Weekend Australian segir að stúlkan hafi verið að koma út úr dómshúsi þar sem hún hafði fengið hjónabandið ógilt. Fyrir framan dómshúsið umkringdi hópur manna hana og skaut hana til bana fyrir augum lögreglunnar. Morðið er mikið áfall fyrir mannréttindasamtök sem eru enn í sárum eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að fimm konur hefðu verið myrtar í Baluchistan. Þrjár voru ungar stúlkur sem höfðu krafist þess að fá sjálfar að velja sér eiginmenni. Hópur karlmanna réðst inn á heimili þeirra og dró þær út ásamt tveim öðrum konum sem voru eldri ættingjar. Konunum var troðið inn í bíl og ekið með þær á afskektan stað. Þar hófu karlmennirnir skothríð á þær. Þegar þær féllu blóðugar til jarðar voru þær dregnar í nærliggjandi skurð og fyllt yfir með grjóti. Sagt er að þær hafi ekki allar verið látnar þegar það gerðist. Ekkert var gert við morðingjana. Yfirvöld hafa þó nú lofað rannsókn, eftir mikið upphlaup á pakistanska þinginu. Þingmaðurinn Istar Ullah Zehri sagði þar að þetta væri aldagömul hefði sem yfirvöld ættu ekki að skipta sér af. Þingmenn múslimaflokksins Jamaat-e-Islami urðu öskureiðir. Þeir samþykktu ályktun þar sem þeir fordæmdu þennan villimannslega glæp sem þeir kölluðu svo. Hann gengi gegn Islam, gegn mannkyninu og gegn allri siðmenningu.
Erlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira