Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg 9. apríl 2008 05:00 Þingholtsstræti 29a. Húsið reisulega sem byggt var árið 1916 og nú er verið að endurnýja og stækka með viðbyggingu við norðurgaflinn vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“ Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“
Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30
Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30