Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum 13. mars 2008 00:01 Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira