Einangrunarfangi getur fengið tíu ár 22. febrúar 2008 00:01 Íslendingurinn sem situr í fangelsi í Færeyjum, grunaður um hlutdeild í Pólstjörnumálinu, getur átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í máli mannsins. Íslendingurinn, sem er um þrítugt, var tekinn í tengslum við Pólstjörnumálið með tvö kíló af fíkniefnum sem voru í skottinu á bíl hans. Jafnframt verður hann ákærður fyrir hlutdeild í því máli í heild sinni, þar sem gerð var tilraun til að smygla um fjörutíu kílóum af fíkniefnum með skútu hingað til lands. Skútumennirnir höfðu viðdvöl hjá manninum í Færeyjum á leið sinni hingað. Íslendingurinn hefur verið í einangrunarvist í fangelsinu frá 18. september síðastliðnum, að einum mánuði undanskildum. Þá var hann í opinni gæslu, en var síðan settur aftur í einangrun. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Hann hefur ætíð kært úrskurð undirdóms, en æðra dómstig staðfest hann. Málsmeðferð hefst 7. apríl. Saksóknari segir ljóst að maðurinn verði að minnsta kosti dæmdur í fjögrra ára fangelsi. Því sé kviðdómur kallaður saman til að úrskurða um sekt hans eða sakleysi. Komist kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn sé sekur um fleiri en eitt lagabrot, vörslu fíkniefna og hlutdeild í öllu smyglmálinu getur hann fengið allt að fimmtán ára fangelsi. Saksóknari kveðst þó ekki hafa trú á að refsidómurinn verði svo þungur, en maðurinn geti hlotið allt að tíu ára fangelsi verði hann sekur fundinn um fleiri en eitt brot gegn lögum. Spurður hvernig fylgst sé með líðan mannsins í þessari löngu einangrunarvist segir saksóknari að starfsmenn á vegum embættisins fylgist með henni. Ekki hafi borist neinar upplýsingar aðrar en þær að allt sé í lagi með hann miðað við að hann sé í einangrun sem vissulega sé álag. Íslendingurinn hefur búið í Færeyjum um skeið og á þar fjölskyldurætur. Hann hefur verið við vinnu en á ekki afbrotaferil að baki þar. Maðurinn á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira