Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum 5. febrúar 2008 00:01 Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. Pólstjörnumálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Færeyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögreglan um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfetamín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnumálinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e-töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kviðdómur sé kallaður saman í Færeyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sakborning sekan er það síðan kviðdóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meirihluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira.
Pólstjörnumálið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira