Minna verði upplýst úr sakamáladómum 5. febrúar 2008 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákærðir menn í sakamálum vilja iðulega síður þekkjast eins og þessir sakborningar í Pólstjörnumálinu. Persónuvernd segir álitamál hvort birta eigi nöfn manna í dómum.Fréttablaðið/Eyþór Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin. Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin.
Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira