Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins 1. febrúar 2008 00:01 Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma.
Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira