Ginobili sá um Dallas - Iverson skoraði 51 stig 6. desember 2007 10:00 Manu Ginobili átti skínandi leik fyrir San Antonio gegn Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira