Calzaghe hirti öll beltin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 13:47 Joe Calzaghe fagnaði sigrinum ógurlega. Nordic Photos / Getty Images Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“ Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“
Box Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira