Enn mótmælt í Búrma Guðjón Helgason skrifar 31. október 2007 12:21 Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira