Hverjir eru mennirnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu? Andri Ólafsson skrifar 18. október 2007 20:47 Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs. Rannsóknin hefur fyrst og fremst beinst að átta Íslendingum, þar af tveimur sem taldir eru höfðuðpaurar málsins.Þeir sem eru í gæsluvarðhaldi: Einar Jökull Einarsson: Fæddur 1980. Meintur höfuðpaur. Sá eini sem er enn í einangrun. Grunaður um að hafa skipulagt og stýrt smyglinu. Bjarni Hrafnkelsson: Fæddur 1972. Meintur höfuðpaur. Kominn í lausagæslu. Grunaður um fjármögnun og undirbúning. Hefur áður hlotið dóm fyrir sipulagningu á stórfelldu fíkniefnasmygli hingað til lands. Guðbjarni Traustason: Fæddur 1982. Sigldi skútunni til Íslands. Er sjómaður úr Sandgerði. Kominn í lausagæslu. Talinn tengjast málinu í gegnum Einar Jökul Einarsson. Marinó Einar Árnason: Fæddur 1984. Kom keyrandi á bílaleigubíl til Fáskrúðsfjarðar til móts við þá Guðbjarna og Alvar daginn sem þeir komu siglandi þangað. Kominn í lausagæslu. Birgir Páll Marteinsson: Fæddur 1982. Situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Beðinn um að taka við tveim kílóum af amfetamíni frá Guðbjarna og Alvari þegar skúta þeirra kom þar við á leið til Íslands.Þessi afplánar dóm: Alvar Óskarsson: Fæddur 1982. Góðvinur Einars Jökuls. Var í skútunni sem siglt var frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar. Hann er laus úr einangrun en hefur hafið afplánun á dómi vegna annars máls.Þessir eru lausir: Logi Freyr Einarsson: Fæddur 1976. Eldri bróðir Einars Jökuls. Greiddi hafnargjöld af skútunni Lucky Day sem siglt var til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum. Talinn hafa aðstoðað við að útvega skútuna sem Guðbjarni og Alvar sigldu til Íslands. Arnar Gústafsson: Fæddur 1980. Sá síðasti til að verða handtekinn. Fór í nokkrar ferðir til Danmerkur með Einari Jökli skömmu áður en skútan hélt til Íslands drekkhlaðinn af amfetamíni og e-pillum. Var leystur úr haldi nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn. Pólstjörnumálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs. Rannsóknin hefur fyrst og fremst beinst að átta Íslendingum, þar af tveimur sem taldir eru höfðuðpaurar málsins.Þeir sem eru í gæsluvarðhaldi: Einar Jökull Einarsson: Fæddur 1980. Meintur höfuðpaur. Sá eini sem er enn í einangrun. Grunaður um að hafa skipulagt og stýrt smyglinu. Bjarni Hrafnkelsson: Fæddur 1972. Meintur höfuðpaur. Kominn í lausagæslu. Grunaður um fjármögnun og undirbúning. Hefur áður hlotið dóm fyrir sipulagningu á stórfelldu fíkniefnasmygli hingað til lands. Guðbjarni Traustason: Fæddur 1982. Sigldi skútunni til Íslands. Er sjómaður úr Sandgerði. Kominn í lausagæslu. Talinn tengjast málinu í gegnum Einar Jökul Einarsson. Marinó Einar Árnason: Fæddur 1984. Kom keyrandi á bílaleigubíl til Fáskrúðsfjarðar til móts við þá Guðbjarna og Alvar daginn sem þeir komu siglandi þangað. Kominn í lausagæslu. Birgir Páll Marteinsson: Fæddur 1982. Situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Beðinn um að taka við tveim kílóum af amfetamíni frá Guðbjarna og Alvari þegar skúta þeirra kom þar við á leið til Íslands.Þessi afplánar dóm: Alvar Óskarsson: Fæddur 1982. Góðvinur Einars Jökuls. Var í skútunni sem siglt var frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar. Hann er laus úr einangrun en hefur hafið afplánun á dómi vegna annars máls.Þessir eru lausir: Logi Freyr Einarsson: Fæddur 1976. Eldri bróðir Einars Jökuls. Greiddi hafnargjöld af skútunni Lucky Day sem siglt var til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum. Talinn hafa aðstoðað við að útvega skútuna sem Guðbjarni og Alvar sigldu til Íslands. Arnar Gústafsson: Fæddur 1980. Sá síðasti til að verða handtekinn. Fór í nokkrar ferðir til Danmerkur með Einari Jökli skömmu áður en skútan hélt til Íslands drekkhlaðinn af amfetamíni og e-pillum. Var leystur úr haldi nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira