Lögreglan hefur krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir manni, sem handtekinn var á bryggjunni á Fáskrúðsfirði þegar skúta með fíkniefnum kom þangað í síðustu viku. Hann var úrskurðaður í skemmri gæslu en aðrir, sem tengdust málinu.
Þá var karlmaður í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudags, vegna gruns um innflutning á kókaíni í fljótandi formi, sem upp komst um helgina. Annar, sem handtekinn var vegna rannsóknarinnar, hefur verið látinn laus.
Krefjast framlengingar á gæsluvarðhaldi
