Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Þórir Guðmundsson skrifar 21. september 2007 20:49 Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann. Pólstjörnumálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann.
Pólstjörnumálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira