Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Andri Ólafsson skrifar 21. september 2007 16:35 Mennirnir fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. MYND/HÖRÐUR Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31