Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Andri Ólafsson skrifar 21. september 2007 16:35 Mennirnir fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. MYND/HÖRÐUR Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson 35 ára gamall Hafnfirðingur og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Bjarni Hrafnkelsson fékk dóm árið 1994 fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á tæplega tveim kílóum af hassi til landsins. Sá innflutningur var í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bjarni var handtekinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Í kjölfarið gerði lögreglan leit í bátnum Fagraey í Sandgerði sem er í hans eigu. Bjarni er talinn koma að skipulagningu og fjármögnun smyglskútumálsins. Þeir sem sigldu seglskútunni með 60 kíló af amfetamíni, e-dufti og e-pillum til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun voru Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Þeir eru báðir fæddir 1982 og voru einnig úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Guðbjarni er búsettur í Sandgerði þar sem bátur Bjarna Hrafnkelssonar er staðsettur og hann starfar sem sjómaður. Eins og sakir standa er bátur Guðbjarna í slipp í Njarðvík.Tengsl þeirra handteknu. Smellið á myndina til þess að stækka.MYND/Stöð 2Alvar er vinur bræðranna Einars Jökuls Einarssonar og Loga Freys Einarssonar úr Garðabæ. Þeir bræður voru báðir handteknir í gær, Einar Jökull í Reykjavík og Logi Freyr á heimili sínu í Stafangri í Noregi. Þeir eru fæddir 1980 og 1976. Einar Jökull sigldi við annan mann á skútunni Lucky Day til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimum árum. Þar stökk hann frá borði ásamt félaga sínum og skildi bátinn eftir veturlangt í höfninni á Fáskrúðsfirði. Logi Freyr borgaði hafnargjöldin af bátnum á meðan hann lá við bryggju. Það mun vera talið að Bjarni Hrafnkelsson hafi fjármagnað smyglið en Einar Jökull séð um skipulagningu þess og framkvæmd. Auk þessara manna var einn annar handtekinn og úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald hér á landi. Það var karlmaður á þrítugsaldri sem kom á Fáskrúðsfjörð í bílaleigubíl frá Bílaleigunni Höldur til að taka á móti þeim Alvari og Guðbjarna. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Loks voru maður og kona handtekin í Danmörku en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Þau eru ekki talin tengjast smyglmálinu.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem handtekið var í Danmörku verið sleppt. 20. september 2007 23:31