Þeir fimm Íslendingar sem handteknir hafa verið vegna fíkniefnafundarins á Fáskrúðsfirði hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald. Fjórir voru dæmdir í varðhald til 18. október en einn í viku. Tveir hafa kært úrskurðina til Hæstaréttar.
Auk þessa fimm hafa tveir Íslendingar verið handteknir í Kaupmannahöfn og einn í Noregi. Eins og fram hefur komið í fréttum er um stærsta fíkniefnamál sögunnar að ræða hér á landi.
Skútan var hífð upp úr höfninni á Fáskrúðsfirði í morgun og verður flutt suður til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.
Aðgerð lögreglunnar, sem nefndist Pólstjarnan, hafði staðið yfir í langan tíma Unnið var í samsarfi við lögregluyfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Tengiliður íslensku lögreglunnar hjá Europol sá um samstarfið.
Fimm í gæsluvarðhald
