Einn Norðmaður er meðal þeirra átta sem handteknir voru í tengslum við fíkniefnafundinn á Fáskrúðsfirði í morgun. Þetta er fullyrt í vefútgáfu norska dagblaðsins Stavanger Aftenbladet.
Blaðið greinir þó ekki frá því hvernig það hefur komist yfir þessar upplýsingar. Í frétt blaðsins er fyrst og fremst vísað í umfjallanir danskra fjölmiðla um málið.
Alls hafa átta manns verið handteknir vegna málsins. Tveir í Danmörku, fimm á Íslandi og einn í Noregi. Þrír þeirra sem handteknir voru hér á landi voru nú í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
