Utah sneri við dæminu á heimavelli 27. maí 2007 03:52 Menn leiksins Deron WIlliams og Carlos Boozer ræða hér saman í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira