Utah sneri við dæminu á heimavelli 27. maí 2007 03:52 Menn leiksins Deron WIlliams og Carlos Boozer ræða hér saman í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira