Utah sneri við dæminu á heimavelli 27. maí 2007 03:52 Menn leiksins Deron WIlliams og Carlos Boozer ræða hér saman í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum