Alcan horfir til Keilisness 5. apríl 2007 18:28 Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira