Alcan horfir til Keilisness 5. apríl 2007 18:28 Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina Innlent Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina
Innlent Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira