Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi 27. mars 2007 17:11 MYND/GVA Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. Í lokaorðum sínum benti Sigurður Tómas á að til refsiþyngingar í málinu mætti horfa að um trúnaðarbrot hefði verið að ræða gegn almenningshlutafélagi og að brot Jóns Ásgeirs og Tryggva snerust um mjög háar upphæðir. Þeir hefðu ekki sýnt samvinnu í málinu og því væri ekki hægt að líta til þess til refsilækkunar. Brot tvímenninganna í málinu hefðu verið til þess fallin að valda ótilgreindum fjölda kaupenda hlutabréfa tjóni. Um þátt Jóns Geralds Sullenbergers, en hann er ákærður fyrir að aðstoða við brot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna hjá Baugi á miðju ári 2001, sagði Sigurður Tómas að Jón Gerald virtist ekki hafa haft hag af brotinu en hann hefði reynst samvinnuþýður við að upplýsa önnur alvarleg brot. Hann hefði jafnframt lagt á sig mikið erfiði og tekið mikil skakkaföll til þess að upplýsa brot manna sem hann var lengi í vinfengi við. Sigurður hafði fyrr í dag fjallað um 14.,15. og 16. ákærulið málsins sem snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og Tryggva en Jón Gerald er einnig ákærður samkvæmt 15. ákærulið. Sagði saksóknari að 15. og 16. ákæruliðir, sem snúa að meintum tilhæfulausum kreditreikningi frá Nordica til Baugs upp á tæpar 62 milljónir króna og meintri tilhæfulausri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á rúmar 46 milljónir króna sem færðar voru í bókhald Baugs um mitt ár 2001, væru alvarlegustu bókhaldsbrotin í málinu enda teldi hann ljóst út frá gögnum að engin viðskipti hefðu legið að baki þeim. Sagði að jafnvel þótt kredityfirlýsingin frá SMS í Færeyjum hefði verið bakfærð síðar á árinu 2001 hefði hún haft áhrif á afkomutölur Baugs á fyrri helmingi ársins og þannig hugsanlega á viðskipti með bréf félagsins á markaði. Sigurður Tómas fjallaði jafnframt ítarlega um 18. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir og Tryggva gefið að sök að hafa dregið Fjárfestingarfélaginu Gaumi fé frá Baugi til þess að fjármagna rekstur og afborganir af skemmtibátnum Thee Viking. Um er að ræða 31 reikning sem saksóknari heldur fram að hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna bátsins á árunum 1999 til 2002 en sakborningar segja það hafa verið styrktargreiðslur vegna starfs Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Rakti Sigurður Tómas sögu bátakaupanna í Flórída en Jón Ásgeir hefur neitað því að hann eða félag fjölskyldu hans, Gaumur, hafi átt hlut í bátunum þremur sem Baugsmenn höfðu aðgang að á Flórída. Sigurður Tómas sagði Thee Viking hafa verið keyptan haustið 1999 og að tölvupóstar sem fundist hefðu í tölvu Tryggva Jónssonar frá árslokum 1999 og byrjun árs 2000 sýndu fram á að Jón Gerald Sullenberger og Baugsmenn hefðu deilt um eignarhald á bátnum en loks komist að samkomulagi. Þá sýndu póstar einnig að ákveðið hefði verið að Nordica gæfi út reikninga með tilteknum texta um vinnu fyrir Baug og að þeir yrður stílaðir á Baug. Textann hefði Tryggvi Jónsson samið til þess að leyna bókhaldi Baugs því að verið væri að borga mánaðarlegan bátakostnað en ekki fyrir þjónustu Nordica. Þá hefði enginn samningur verið gerður um styrkina og fáum öðrum en Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi innan Baugs hafi verið kunnugt um þá. Enn fremur hefði fjárhagsleg staða Jóns Geralds verið þannig á þessum tíma að hann hefði ekki haft bolmagn til að reka bátinn einn og borga af honum. Jafnframt fjallaði Sigurður Tómas um 19. og síðasta ákæruliðinn í endurákærunni en þar er Tryggva Jónssyni gefinn að sök fjárdráttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna með American Express kreditkorti sem skráð var á Nordica, en Nordica sendi svo reikning vegna útgjaldanna, sem saksóknari segir að hafi verið persónuleg, til Baugs sem greiddi þá. Tryggvi hefði gefið Jóni Gerald fyrirmæli um að senda reikningana til Baugs með skýringartextanum ferða- og dvalarkostnaður. Benti Sigurður Tómas enn fremur á að Tryggvi hefði sjálfur móttekið reikningana frá Nordica og samþykkt þá alla nema einn. Hann hefði leynt tilvist kortsins fyrir fjármálasviði Baugs og hefði þannig getað látið Baug greiða fyrir einkaneyslu sína, eins og geisladiska og slátturdráttavél. Hann hefði síðar endurgreitt hluta af þessum fjármunum en ekki alla. Skýringar Tryggva á málinu hefðu tekið breytingum og væru að mati saksóknara af ótrúverðugar. Um harðan ásetning hefði verið að ræða og brotin væru alvarlegri í ljósi þess að Tryggvi væri sérfræðingur í bókhaldi og löggiltur endurskoðandi og hefði því átt að vita hvernig færa hefði átt umrædd útgjöld til bókar. Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu heldur áfram á morgun en þá tekur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, til máls en á fimmtudag munu Jakob Möller, verjandi Tryggva, og Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds flytja sitt mál. Baugsmálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. Í lokaorðum sínum benti Sigurður Tómas á að til refsiþyngingar í málinu mætti horfa að um trúnaðarbrot hefði verið að ræða gegn almenningshlutafélagi og að brot Jóns Ásgeirs og Tryggva snerust um mjög háar upphæðir. Þeir hefðu ekki sýnt samvinnu í málinu og því væri ekki hægt að líta til þess til refsilækkunar. Brot tvímenninganna í málinu hefðu verið til þess fallin að valda ótilgreindum fjölda kaupenda hlutabréfa tjóni. Um þátt Jóns Geralds Sullenbergers, en hann er ákærður fyrir að aðstoða við brot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna hjá Baugi á miðju ári 2001, sagði Sigurður Tómas að Jón Gerald virtist ekki hafa haft hag af brotinu en hann hefði reynst samvinnuþýður við að upplýsa önnur alvarleg brot. Hann hefði jafnframt lagt á sig mikið erfiði og tekið mikil skakkaföll til þess að upplýsa brot manna sem hann var lengi í vinfengi við. Sigurður hafði fyrr í dag fjallað um 14.,15. og 16. ákærulið málsins sem snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og Tryggva en Jón Gerald er einnig ákærður samkvæmt 15. ákærulið. Sagði saksóknari að 15. og 16. ákæruliðir, sem snúa að meintum tilhæfulausum kreditreikningi frá Nordica til Baugs upp á tæpar 62 milljónir króna og meintri tilhæfulausri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á rúmar 46 milljónir króna sem færðar voru í bókhald Baugs um mitt ár 2001, væru alvarlegustu bókhaldsbrotin í málinu enda teldi hann ljóst út frá gögnum að engin viðskipti hefðu legið að baki þeim. Sagði að jafnvel þótt kredityfirlýsingin frá SMS í Færeyjum hefði verið bakfærð síðar á árinu 2001 hefði hún haft áhrif á afkomutölur Baugs á fyrri helmingi ársins og þannig hugsanlega á viðskipti með bréf félagsins á markaði. Sigurður Tómas fjallaði jafnframt ítarlega um 18. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir og Tryggva gefið að sök að hafa dregið Fjárfestingarfélaginu Gaumi fé frá Baugi til þess að fjármagna rekstur og afborganir af skemmtibátnum Thee Viking. Um er að ræða 31 reikning sem saksóknari heldur fram að hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna bátsins á árunum 1999 til 2002 en sakborningar segja það hafa verið styrktargreiðslur vegna starfs Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Rakti Sigurður Tómas sögu bátakaupanna í Flórída en Jón Ásgeir hefur neitað því að hann eða félag fjölskyldu hans, Gaumur, hafi átt hlut í bátunum þremur sem Baugsmenn höfðu aðgang að á Flórída. Sigurður Tómas sagði Thee Viking hafa verið keyptan haustið 1999 og að tölvupóstar sem fundist hefðu í tölvu Tryggva Jónssonar frá árslokum 1999 og byrjun árs 2000 sýndu fram á að Jón Gerald Sullenberger og Baugsmenn hefðu deilt um eignarhald á bátnum en loks komist að samkomulagi. Þá sýndu póstar einnig að ákveðið hefði verið að Nordica gæfi út reikninga með tilteknum texta um vinnu fyrir Baug og að þeir yrður stílaðir á Baug. Textann hefði Tryggvi Jónsson samið til þess að leyna bókhaldi Baugs því að verið væri að borga mánaðarlegan bátakostnað en ekki fyrir þjónustu Nordica. Þá hefði enginn samningur verið gerður um styrkina og fáum öðrum en Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi innan Baugs hafi verið kunnugt um þá. Enn fremur hefði fjárhagsleg staða Jóns Geralds verið þannig á þessum tíma að hann hefði ekki haft bolmagn til að reka bátinn einn og borga af honum. Jafnframt fjallaði Sigurður Tómas um 19. og síðasta ákæruliðinn í endurákærunni en þar er Tryggva Jónssyni gefinn að sök fjárdráttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna með American Express kreditkorti sem skráð var á Nordica, en Nordica sendi svo reikning vegna útgjaldanna, sem saksóknari segir að hafi verið persónuleg, til Baugs sem greiddi þá. Tryggvi hefði gefið Jóni Gerald fyrirmæli um að senda reikningana til Baugs með skýringartextanum ferða- og dvalarkostnaður. Benti Sigurður Tómas enn fremur á að Tryggvi hefði sjálfur móttekið reikningana frá Nordica og samþykkt þá alla nema einn. Hann hefði leynt tilvist kortsins fyrir fjármálasviði Baugs og hefði þannig getað látið Baug greiða fyrir einkaneyslu sína, eins og geisladiska og slátturdráttavél. Hann hefði síðar endurgreitt hluta af þessum fjármunum en ekki alla. Skýringar Tryggva á málinu hefðu tekið breytingum og væru að mati saksóknara af ótrúverðugar. Um harðan ásetning hefði verið að ræða og brotin væru alvarlegri í ljósi þess að Tryggvi væri sérfræðingur í bókhaldi og löggiltur endurskoðandi og hefði því átt að vita hvernig færa hefði átt umrædd útgjöld til bókar. Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu heldur áfram á morgun en þá tekur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, til máls en á fimmtudag munu Jakob Möller, verjandi Tryggva, og Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds flytja sitt mál.
Baugsmálið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira