Heilsan á að njóta vafans 20. mars 2007 18:59 Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira