Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar 8. mars 2007 17:10 Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag. Baugsmálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag.
Baugsmálið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent