Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring.
Talið er að þetta tengist því að fyrr í þessum mánuði voru bornar fram ásakanir um að ísraelskir hermenn hefðu framið fjöldamorð á Egypskum stríðsföngum í sex daga stríðinu árið 1967. Ísraelar neita þessum ásökunum.