Körfubolti

Skallagrímur vann í Grindavík

Sigurður Þorvaldsson og félagar hans í Snæfelli burstuðu Tindastól í kvöld.
Sigurður Þorvaldsson og félagar hans í Snæfelli burstuðu Tindastól í kvöld.

Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld.

Nýkrýndir bikarmeistarar ÍR áttu náðugt kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn í Breiðholtið og unnu þeir afgerandi sigur, 101-68.

Andstæðingar ÍR í bikarúrslitunum, Hamar/Selfoss, náðu ekki að halda uppteknum hætti á heimavelli sínum með sigri því gestirnir frá Keflavík unnu frækinn sjö stiga sigur, 92-99, eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Njarðvík er sem fyrr á toppnum með 32 stig en liðið mætir KR-ingum í sannkölluðum toppslag annað kvöld. KR er einmitt með 30 stig líkt og Skallagrímur en Snæfell er með 28 stig í fjórða sæti. ÍR, Keflavík og Hamar eru áfram um miðja deild og eiga sæti í úrslitakeppninni næsta víst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×