Kvennamál ekki upphaf Baugsmálsins segir Jón Gerald 22. febrúar 2007 09:19 Jón Gerald Sullenberger í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun ásamt lögmanni sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/Stöð 2 Jón Gerald Sullenberger mætti í morgun til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meints þáttar hans í Baugsmálinu. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning upp á tæpar 62 milljónir um skuld félags hans, Nordica, við Baug. Jón Gerald sagði í samtali við fréttamann Vísis að það væri rangt að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til kvennamála eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu haldið fram fyrir dómi. Rætur þess lægju annars staðar eins og hann myndi koma inn í skýrslutöku í dag. Hann og Baugsmenn væru þó orðnir sammála um eitt, að Baugsmálið ætti sér ekki pólitískar rætur. Þá hafnar Jón Gerald því að hann hafi tekið þátt í meintu bókhaldsbroti og segir að það muni sannast í réttarhöldunum. Skýrsla verður tekin af Jóni Gerald í dag og á morgun en hlé verður gert á skýrslutökunni um tíma í dag þegar lokið verður við að yfirheyra Jón Ásgeir Jóhannesson vegna meints fjárdrátts frá Baugi í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking sem getið er í 18. ákærulið. Eins og greint var frá í síðustu viku stöðvaði dómari Sigurð Tómas Magnússon, settan saksóknara í málinu, þegar hann hafði ekki lokið við að spyrja Jón Ásgeir út í ákæruliðinn. Baugsmálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger mætti í morgun til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meints þáttar hans í Baugsmálinu. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning upp á tæpar 62 milljónir um skuld félags hans, Nordica, við Baug. Jón Gerald sagði í samtali við fréttamann Vísis að það væri rangt að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til kvennamála eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hefðu haldið fram fyrir dómi. Rætur þess lægju annars staðar eins og hann myndi koma inn í skýrslutöku í dag. Hann og Baugsmenn væru þó orðnir sammála um eitt, að Baugsmálið ætti sér ekki pólitískar rætur. Þá hafnar Jón Gerald því að hann hafi tekið þátt í meintu bókhaldsbroti og segir að það muni sannast í réttarhöldunum. Skýrsla verður tekin af Jóni Gerald í dag og á morgun en hlé verður gert á skýrslutökunni um tíma í dag þegar lokið verður við að yfirheyra Jón Ásgeir Jóhannesson vegna meints fjárdrátts frá Baugi í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking sem getið er í 18. ákærulið. Eins og greint var frá í síðustu viku stöðvaði dómari Sigurð Tómas Magnússon, settan saksóknara í málinu, þegar hann hafði ekki lokið við að spyrja Jón Ásgeir út í ákæruliðinn.
Baugsmálið Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Sjá meira