Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri 14. febrúar 2007 12:36 Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30. Baugsmálið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30.
Baugsmálið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira