Handbolti

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Ef Íslendingar spila eins og þeir gerðu á móti Frökkum í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins ættu Danir að vera lítil hindrun.
Ef Íslendingar spila eins og þeir gerðu á móti Frökkum í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins ættu Danir að vera lítil hindrun. MYND/Pjetur

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

"Við þurfum bara að spila frábæran leik. Við höfum náð tveimur slíkum hingað til og ef við náum virkilega góðum leik gegn Dönum getum við náð hagstæðum úrslitum," segir Alfreð.

Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Íslands, segir að leikur liðsins hafi verið of köflóttur það sem af er. "En við erum búnir að sýna það að við getum unnið öll lið í heiminum."

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir leikmenn liðsins ætla að gefa sig allan í orrustuna við Dani. "Við förum eins langt og við getum þar til að orkan er búin. Vonandi eigum við nóg í tankinum til að komast í gegnum þennan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×