Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit 21. janúar 2007 14:09 Artest lét raka á sig hanakamb fyrir leikinn NordicPhotos/GettyImages Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti