Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit 21. janúar 2007 14:09 Artest lét raka á sig hanakamb fyrir leikinn NordicPhotos/GettyImages Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag. NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag.
NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira