Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar annað kvöld þegar San Antonio tekur á móti Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti, en þarna eru á ferðinni tvö af sterkustu liðum deildarinnar.
Í kvöld verður svo nátthrafnaleikur í beinni á NBA TV á Fjölvarpinu þar sem Sacramento tekur á móti LA Lakers klukkan 3:30.