Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember.
Þetta er í þriðja sinn sem D´Antoni hlýtur þennan heiður en Jordan hlaut hann í fyrsta sinn.