Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur nú sett stefnuna á að spila sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð þann 15. janúar þegar meistarar Miami sækja LA Lakers heim í síðasta leiknum af sex leikja keppnisferðalagi um vesturströndina. O´Neal hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu.
"Eina leiðin til að ná sér í form eftir meiðsli er að spila leiki," sagði tröllið, en hann skoraði 14 stig og hirti rúm 7 fráköst í þeim fjórum leikjum sem hann spilaði í haust. Miami hefur gengið afleitlega í vetur og hefur liðið aðeins unnið 13 af 30 leikjum sínum.