Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2007 07:00 Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar