Orðræða um orkumál (3) Þorkell Helgason skrifar 29. október 2007 00:01 Umræðan Orkumál Þetta eru lokin á syrpu pistla um orkumál á líðandi stund. Hér verður rætt um umdeilda þætti: eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum. Auðlindir: þjóðareign – einkaeignLengi hefur verið deilt um það hvort auðlindir í og á jörðu skuli vera í almannaeigu eða einkaeigu. Á vissan hátt var tekið af skarið með tveimur lagasetningum á seinustu árum. Annars vegar var lögfest að jarðeigendur skyldu eiga öll réttindi til orkunýtingar á og undir sínum landareignum, en með gömlum vatnalögum var búið að segja það sama um orku vatnsfalla. Á hinn bóginn var tekið á því með þjóðlendulögunum að auðlindir utan jarða og eignarlanda skyldu vera í eigu íslenska ríkisins. Þá ber að hafa í huga að ríki og sveitarfélög eiga líka talsverðar landareignir og þar með auðlindir þeirra. Ekki hefur verið kortlagt hve mikið af orkulindunum er samanlagt í opinberri eigu og hve mikið í einkaeigu, en ætla má að talsverður meirihluti sé í eigu hins opinbera með einum eða öðrum hætti. Nú hafa ráðherrar kynnt þá stefnu að ekki verði gengið á eign hins opinbera á orkulindum og að þær verði ekki seldar, enda þótt ekki sé ætlunin að hrófla við núverandi einkaeigu í þessum efnum. Hliðstæð umræða er í gangi í Noregi, þar sem hið opinbera hefur í reynd umráð yfir megninu af hinum gífurlegu orkulindum Norðmanna. Vegna tiltekins dóms EFTA-dómstólsins varðandi hluta af vatnsréttindunum hefur norska ríkisstjórnin áréttað þann vilja sinn að kvika ekki frá opinberri forsjá á vatnsorkunni. Opinber eign – opinber reksturEnda þótt auðlindir kunni að vera í opinberri eigu eða umsjón er ekki þar með sagt að nýting auðlindanna eigi að vera hlutverk hins opinbera. Þannig eru „nytjastofnar á Íslandsmiðum ... sameign íslensku þjóðarinnar" eins og segir í lögum enda þótt nýtingin sé framseld til eigenda fiskiskipa. Með sama hætti er það aðskilin ákvörðun hver stefnan á að vera varðandi eignarhald á orkulindum og hverjum á að vera heimilt að nýta þær, hvort það séu jöfnum höndum opinberir aðilar og einkaaðilar, jafnt innlendir sem erlendir. Í hinni pólitísku umræðu vill þó brenna við að hér sé allt lagt að jöfnu, auðlindaforsjáin og nýtingin, eftir því sem hentar málflutningum. Mikilvægasta úrlausnarefnið í þessum málum er hvernig háttað er aðgengi að þeim auðlindum sem stjórnvöld kunna að hafa til ráðstöfunar, hvernig gert er upp á milli þeirra sem nýta vilja sama auðlindakostinn og hvað og hvernig greitt er fyrir nýtinguna. Íslendingar – útlendingarÍ upphafi síðustu aldar settu Norðmenn undir þann leka að vatnsorkuréttindi voru að færast í hendur útlendinga. Það gerðu þeir með þeim hætti að lögbjóða að skila yrði réttindunum og orkuverunum „heim" til Noregs að sextíu árum liðnum. Fyrirkomulagið á þessari „heimkvaðningu" (hjemfall á norsku) varð tilefni fyrrgreinds EFTA-dóms. Hérlendis gengu menn enn lengra og voru settar lagaskorður við áformum Einars Benediktssonar um að fá erlent fjármagn til virkjana og stóriðju. Enn eru færð rök gegn erlendri aðild að orkugeiranum. Með aðild okkar að EES er fyrirmunað að gera upp á milli okkar og annarra EES-búa í þeim efnum. Enda þótt lög setji aðilum utan EES vissar tálmanir er auðvelt að komast framhjá þeim. Því er hæpið að hægt væri að setja skorður við aðild erlendra einkaaðila að orkugeiranum þótt menn kynnu að vilja það. Spyrja má hvort fælni við útlendinga er ekki birtingarmynd annarra áhyggjuefna, svo sem þeirra að einkaaðilar megi ekki eignast auðlindir í almannaeigu, að sérleyfisstarfsemi eigi að vera í opinberum rekstri eða hvort einkaeignarfyrirkomulag eigi að vera þar jafnrétthátt? Í margra augum skiptir máli hvort auðlindir eru í almannaeigu eða ekki. En er reginmunur á því hvort sá sem kann að eiga hlut í auðlindunum heitir Jón Sigurðsson eða John Smith? Kannski búa báðir í London! Snýst ekki deilan fremur um hlut hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar en hvert ríkisfang manna er?Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Orkumál Þetta eru lokin á syrpu pistla um orkumál á líðandi stund. Hér verður rætt um umdeilda þætti: eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum. Auðlindir: þjóðareign – einkaeignLengi hefur verið deilt um það hvort auðlindir í og á jörðu skuli vera í almannaeigu eða einkaeigu. Á vissan hátt var tekið af skarið með tveimur lagasetningum á seinustu árum. Annars vegar var lögfest að jarðeigendur skyldu eiga öll réttindi til orkunýtingar á og undir sínum landareignum, en með gömlum vatnalögum var búið að segja það sama um orku vatnsfalla. Á hinn bóginn var tekið á því með þjóðlendulögunum að auðlindir utan jarða og eignarlanda skyldu vera í eigu íslenska ríkisins. Þá ber að hafa í huga að ríki og sveitarfélög eiga líka talsverðar landareignir og þar með auðlindir þeirra. Ekki hefur verið kortlagt hve mikið af orkulindunum er samanlagt í opinberri eigu og hve mikið í einkaeigu, en ætla má að talsverður meirihluti sé í eigu hins opinbera með einum eða öðrum hætti. Nú hafa ráðherrar kynnt þá stefnu að ekki verði gengið á eign hins opinbera á orkulindum og að þær verði ekki seldar, enda þótt ekki sé ætlunin að hrófla við núverandi einkaeigu í þessum efnum. Hliðstæð umræða er í gangi í Noregi, þar sem hið opinbera hefur í reynd umráð yfir megninu af hinum gífurlegu orkulindum Norðmanna. Vegna tiltekins dóms EFTA-dómstólsins varðandi hluta af vatnsréttindunum hefur norska ríkisstjórnin áréttað þann vilja sinn að kvika ekki frá opinberri forsjá á vatnsorkunni. Opinber eign – opinber reksturEnda þótt auðlindir kunni að vera í opinberri eigu eða umsjón er ekki þar með sagt að nýting auðlindanna eigi að vera hlutverk hins opinbera. Þannig eru „nytjastofnar á Íslandsmiðum ... sameign íslensku þjóðarinnar" eins og segir í lögum enda þótt nýtingin sé framseld til eigenda fiskiskipa. Með sama hætti er það aðskilin ákvörðun hver stefnan á að vera varðandi eignarhald á orkulindum og hverjum á að vera heimilt að nýta þær, hvort það séu jöfnum höndum opinberir aðilar og einkaaðilar, jafnt innlendir sem erlendir. Í hinni pólitísku umræðu vill þó brenna við að hér sé allt lagt að jöfnu, auðlindaforsjáin og nýtingin, eftir því sem hentar málflutningum. Mikilvægasta úrlausnarefnið í þessum málum er hvernig háttað er aðgengi að þeim auðlindum sem stjórnvöld kunna að hafa til ráðstöfunar, hvernig gert er upp á milli þeirra sem nýta vilja sama auðlindakostinn og hvað og hvernig greitt er fyrir nýtinguna. Íslendingar – útlendingarÍ upphafi síðustu aldar settu Norðmenn undir þann leka að vatnsorkuréttindi voru að færast í hendur útlendinga. Það gerðu þeir með þeim hætti að lögbjóða að skila yrði réttindunum og orkuverunum „heim" til Noregs að sextíu árum liðnum. Fyrirkomulagið á þessari „heimkvaðningu" (hjemfall á norsku) varð tilefni fyrrgreinds EFTA-dóms. Hérlendis gengu menn enn lengra og voru settar lagaskorður við áformum Einars Benediktssonar um að fá erlent fjármagn til virkjana og stóriðju. Enn eru færð rök gegn erlendri aðild að orkugeiranum. Með aðild okkar að EES er fyrirmunað að gera upp á milli okkar og annarra EES-búa í þeim efnum. Enda þótt lög setji aðilum utan EES vissar tálmanir er auðvelt að komast framhjá þeim. Því er hæpið að hægt væri að setja skorður við aðild erlendra einkaaðila að orkugeiranum þótt menn kynnu að vilja það. Spyrja má hvort fælni við útlendinga er ekki birtingarmynd annarra áhyggjuefna, svo sem þeirra að einkaaðilar megi ekki eignast auðlindir í almannaeigu, að sérleyfisstarfsemi eigi að vera í opinberum rekstri eða hvort einkaeignarfyrirkomulag eigi að vera þar jafnrétthátt? Í margra augum skiptir máli hvort auðlindir eru í almannaeigu eða ekki. En er reginmunur á því hvort sá sem kann að eiga hlut í auðlindunum heitir Jón Sigurðsson eða John Smith? Kannski búa báðir í London! Snýst ekki deilan fremur um hlut hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar en hvert ríkisfang manna er?Höfundur er orkumálastjóri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun