Lögreglumenn á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú staddir í Danmörku og vinna þar að rannsókn á eiturlyfjasmyglinu sem upp kom á Fáskrúðsfirði 21. september síðastliðinn. Lögreglumenn hafa þegar farið til Færeyja og Noregs við rannsókn málsins en það teygir anga sína einnig til Hollands og Þýskalands.
Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hérlendis og einn í Færeyjum. Alls voru um 60 kíló af fíkniefnum gerð upptæk í áhlaupi lögreglunnar; 15 kíló af e-töflum og 45 kíló af amfetamíni. Þar að auki fundust tvö kíló af amfetamíni í Færeyjum.
