Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2007 00:01 „Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson. Pólstjörnumálið Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
„Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson.
Pólstjörnumálið Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira