Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2007 00:01 „Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson. Pólstjörnumálið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson.
Pólstjörnumálið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira