Reynsluboltarnir í liði Hauka of stór biti fyrir Stjörnuna 3. september 2007 06:15 Hanna Guðrún Stefánsdóttir sést hér með bikarinn. Vilhelm Bikarmeistarar Hauka unnu verðskuldaðan 26-32 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni kvenna í Ásgarði í gær. Leikurinn var ágætlega spilaður og gaf góð fyrirheit fyrir veturinn þó að Íslandsmeistararnir hafi verið nokkuð frá sínu besta. Leikurinn var jafn framan af en Haukar áttu góða leikkafla um miðbik bæði fyrri og seinni hálfleiks sem skildu liðin að lokum að. Stjarnan var með yfirburðalið í fyrra en missti fjóra landsliðsmenn fyrir tímabilið, sem minnkar breiddina í liðinu til muna. „Auðvitað er erfitt að missa svo marga leikmenn en við erum að byggja upp nýtt lið á gömlum grunni og það tekur tíma,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum en þetta var fyrsti ósigur Stjörnunnar síðan í janúar. „Að tapa er tilfinning sem ég var búinn að gleyma og mér finnst hún ekki góð. Lykilmenn brugðust í dag og voru ekki nógu hungraðir til að taka annan bikarinn á jafn mörgum dögum,“ sagði Aðalsteinn en Stjarnan varð Reykjavíkurmeistari á laugardaginn. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að vonum ánægð. „Þetta lofar góðu. Frábær vörn lagði grunninn að þessum sigri og hitt fylgdi með. Ég vildi leyfa þessum reynsluboltum sem byrjuðu leikinn að klára verkefnið og kveðja Ásgarð með sigri,” sagði Díana, sem er bjartsýn fyrir spennandi vetur.- gmi Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 7 (10), Rakel Dögg Bragadóttir 5/2 (8/2), Alina Petrache 5/1 (14/2), Birgit Engl 3 (6), Ásta Björk Agnarsdóttir 2 (4), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (2), Arna Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (2). Varin skot:Florentina Grecu 11/1, Helga Vala Jónsdóttir 5 Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 12/4 (14/4), Ramune Pekarskyte 9 (12), Sandra Stojkovic 4 (8), Erna Þráinsdóttir 3 (4), Harpa Melsted 2 (4), Nína K. Björnsdóttir 2 (5). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 9. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Bikarmeistarar Hauka unnu verðskuldaðan 26-32 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni kvenna í Ásgarði í gær. Leikurinn var ágætlega spilaður og gaf góð fyrirheit fyrir veturinn þó að Íslandsmeistararnir hafi verið nokkuð frá sínu besta. Leikurinn var jafn framan af en Haukar áttu góða leikkafla um miðbik bæði fyrri og seinni hálfleiks sem skildu liðin að lokum að. Stjarnan var með yfirburðalið í fyrra en missti fjóra landsliðsmenn fyrir tímabilið, sem minnkar breiddina í liðinu til muna. „Auðvitað er erfitt að missa svo marga leikmenn en við erum að byggja upp nýtt lið á gömlum grunni og það tekur tíma,” sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum en þetta var fyrsti ósigur Stjörnunnar síðan í janúar. „Að tapa er tilfinning sem ég var búinn að gleyma og mér finnst hún ekki góð. Lykilmenn brugðust í dag og voru ekki nógu hungraðir til að taka annan bikarinn á jafn mörgum dögum,“ sagði Aðalsteinn en Stjarnan varð Reykjavíkurmeistari á laugardaginn. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að vonum ánægð. „Þetta lofar góðu. Frábær vörn lagði grunninn að þessum sigri og hitt fylgdi með. Ég vildi leyfa þessum reynsluboltum sem byrjuðu leikinn að klára verkefnið og kveðja Ásgarð með sigri,” sagði Díana, sem er bjartsýn fyrir spennandi vetur.- gmi Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 7 (10), Rakel Dögg Bragadóttir 5/2 (8/2), Alina Petrache 5/1 (14/2), Birgit Engl 3 (6), Ásta Björk Agnarsdóttir 2 (4), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (2), Arna Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (2). Varin skot:Florentina Grecu 11/1, Helga Vala Jónsdóttir 5 Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 12/4 (14/4), Ramune Pekarskyte 9 (12), Sandra Stojkovic 4 (8), Erna Þráinsdóttir 3 (4), Harpa Melsted 2 (4), Nína K. Björnsdóttir 2 (5). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 9.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira