Stuðningur til námsgagnakaupa Katrín Júlíusdóttir skrifar 31. ágúst 2007 00:01 Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum." Þessa setningu er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem samþykkt var af báðum þessum flokkum nú í vor. Þessi stjórnarsáttmáli er mjög merkilegur. Eiginlega merkilegri en stjórnarsáttmálar sem við höfum séð lengi - finnst mér, því hann einkennist af miklum metnaði og framsýni. Sáttmálinn ber þess merki að nýr flokkur er kominn í ríkisstjórn. Sá flokkur er Samfylkingin.Stöndum við orð okkar Undanfarna viku hefur birst sérkennileg umfjöllun hér á síðum Fréttablaðsins um þá hugmynd Samfylkingarinnar að bjóða ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, til að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema og foreldra þeirra. Framsóknarmenn með Höskuld Þórhallsson nýliða á Alþingi í fararbroddi hafa farið mikinn og sakað Samfylkinguna um svik á þessu kosningaloforði á þeim forsendum að ekkert sé um málið fjallað í stjórnarsáttmálanum. Fyrirsögn þessarar greinar staðfestir hið gagnstæða; í kaflanum um barnvænt samfélag er einmitt sérstaklega hreyft þessu umbótamáli og það er sameiginlegur ásetningur stjórnarflokkanna að þessi stuðningur muni ekki einvörðungu ná til skólabóka heldur annarra námsgagna að auki. Þar með verði gætt jafnræðis milli allra nemenda á framhaldsskólastigi, óháð námsgreinum, en margir nemendur svo sem í verk- og listnámi bera mikinn kostnað af öðrum námsgögnum en skólabókum. Ég hef upplýsingar um það að vinna við útfærslu þessa framfaramáls er þegar hafin í menntamálaráðuneytinu og má vænta frekari fregna af málinu þaðan.Hvað gerði Framsókn? Að lokum vil ég fagna áhuga framsóknarmanna á þessu máli nú en það er athyglisvert að flokkurinn sem sat samfellt í tólf ár í ríkisstjórn, skyldi fyrst átta sig á því eftir að ríkisstjórnarsetu hans lauk að stuðningur af þessu tagi við framhaldsskólanema væri góð hugmynd. Velkomin í hópinn!Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar