Námsmenn fá frítt í strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2007 05:00 Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar