Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng 11. ágúst 2007 00:01 Sol Squire, forstjóri Data Íslandia, stendur við svokallaðan „data scooter“, eða gagnakerru. Í kassanum eru harðir diskar með ógrynni af gögnum. Kassinn er síðan fluttur á milli landa með flugi, og gögnin komast til skila mun hraðar en með sæstreng. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn. Tækni Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn.
Tækni Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira