Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn 31. maí 2007 12:00 Til eru skráð tilfelli um meyfæðingar hjá beinfiskum en aldrei fyrr í brjóskfiskum á borð við hákarla. MYND/AP Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“
Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00