Meyfæðing hákarls staðfest í fyrsta sinn 31. maí 2007 12:00 Til eru skráð tilfelli um meyfæðingar hjá beinfiskum en aldrei fyrr í brjóskfiskum á borð við hákarla. MYND/AP Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“ Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kvenkyns hákarlar geta frjóvgað egg sín og fætt afkvæmi án sæðis frá karlkyns hákarli samkvæmt nýrri rannsókn á meyfæðingu hamarsháfs í dýragarði í Nebraska í Bandaríkjunum. Árið 2001 fæddist hákarl í Henry Doorly-dýragarðinum í búri þriggja kvenkyns hákarla en enginn af þeim hafði komist í tæri við karlkyns hákarl í að minnsta kosti þrjú ár. Við rannsókn á kjarnsýru afkvæmisins fundust engin merki um að karlkyns hákarl hefði komið að getnaðinum. Hákarlasérfræðingar segja þetta fyrsta staðfesta tilfellið um meyfæðingu hákarls. Kynlaus æxlun er algeng meðal nokkurra skordýrategunda, fágætari hjá skriðdýrum og fiskum og hefur aldrei verið skráð hjá spendýrum. „Þessar niðurstöður komu mjög á óvart vegna þess að fólk vissi ekki betur en að allir hákarlar fjölguðu sér bara með mökun karl- og kvenhákarls, þar sem fósturvísirinn þarf kjarnsýru frá báðum foreldrum til að ná fullum þroska, eins og hjá spendýrum,“ sagði sjávarlíffræðingurinn Paulo Prodohl við Queens-háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Írskir og bandarískir vísindamenn unnu saman að rannsókninni. Áður en rannsóknin var gerð töldu margir hákarlasérfræðingar að fæðing hákarlsins væri til marks um þekktan hæfileika kvenhákarls til að geyma sæði í langan tíma. Sex mánuðir er algengt en þrjú ár hefði verið einsdæmi. Sú skýring getur þó ekki átt við þar sem engin merki fundust um kjarnsýru frá karlkyns hákarli. Þessi athyglisverða uppgötvun er þó ekki endilega góðar fréttir fyrir tegundina að mati vísindamanna. Prodohl sagði að ef meyfæðingar væru að eiga sér stað úti í náttúrunni vegna þess að kvenkyns hákarlar gætu ekki fundið karlkyns mökunarfélaga, gæti það þýtt „þróunarlegan dauða sem ógnaði tilveru tegundarinnar“. Prodohl grunar að þetta sé nú þegar vandamál úti í náttúrunni og benti á að fjöldi bláhákarla við vesturströnd Írlands hefði dregist saman um níutíu prósent undanfarin tólf ár. Bot Hueter, forstöðumaður hákarlarannsóknarseturs í Flórída, efast um að meyfæðingar eigi sér stað úti í náttúrunni þar sem það sé „þróunarlegt úrræði til að viðhalda tegundinni þegar önnur úrræði þverra“. Þetta sé algjört neyðarúrræði þar sem það leiði til erfðafræðilegrar einsleitni sem komi smám saman niður á hæfni tegundarinnar. „En sem skammtíma mótvægi við útrýmingu hefur það sína kosti.“
Vísindi Tengdar fréttir Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Chavez hótar nú að loka annarri stöð Fjölmennir útifundir bæði andstæðinga og stuðningsmanna forsetans víða í Venesúela síðustu daga. Chavez segir einkarekna fjölmiðla hvetja til ofbeldis. 31. maí 2007 01:00