Hvers eiga Árbæingar að gjalda? Dagur B. Eggertsson skrifar 30. maí 2007 00:01 Það hefur verið hátíðarstemning í Árbænum undanfarna daga. Íþróttafélagið Fylkir er 40 ára og sumarið er skollið á. Hverfisbúar hafa því verið í hátíðarskapi. En í gær dró fyrir sólu. Þá er ég ekki að tala um vítaspyrnuna sem fór forgörðum á lokamínútu leiksins við Skagann (þó skítt væri), heldur hitt, að enn á ný þurfa hverfisbúar að hefja baráttu til að halda uppi eðlilegum tengslum við aðra borgarhluta í samgöngumálum. Það kostaði margra vikna baráttu nýliðinn vetur að fá lágmarksþjónustu strætó við Árbæjarhverfi eftir þá órökstuddu ákvörðun að fella niður akstur hraðleiðarinnar S5. Eftir að S5 hóf akstur komst aftur á tenging Árbæjarhverfis, Selás og Ártúnsholts við stærstu skóla og vinnustaði borgarinnar, án skiptingar. Í gær voru hverfisbúum hins vegar færðar þær fréttir að nú á enn að draga úr þjónustu strætó með akstri á aðeins hálftíma fresti. Skorið á skólanaVerst er þó að aftur á að skera á tengingu Árbæjarhverfis, Ártúnsholts, Seláss og Norðlingaholts við marga helstu skóla landsins og stærstu vinnustaði með því að hraðleiðin S5 keyri um Sæbraut í stað Miklubrautar! Þar með er ekki lengur bein tenging við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann, Fjöltækniskólann, Versló, MR, MH og Kvennaskólann, auk Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þetta er furðuleg ráðstöfun og verður að teljast sérstaklega undarleg í ljósi áforma um gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir námsmenn næsta haust. Við þetta verður ekki unað og er hér með skorað á Árbæinga og annað áhugafólk um almenningssamgöngur, betri umferð og skynsamlega orkunýtingu að láta þetta mál til sín taka. Legið á fréttinni?Það er ekki síður merkilegt að þetta vanhugsaða mál skuli dúkka upp nú, aðeins örfáum dögum áður en byrja á að keyra eftir breyttu kerfi. Ekki er nema von að vagnstjórar skuli láta í sér heyra. Fyrir þingkosningar var meirihluti borgarstjórnar hins vegar á umhverfisfötunum og kynnti „miklu betri strætó“, sem var „fyrst og fremst“ af hinum 10 grænu skrefum í Reykjavík. Kannski er ekki að undra að færri ferðir og breytingar á leiðarkerfinu hafi ekki verið kynntar sem lið í því. Á fundi hverfisráðs Árbæjar í gær var umhverfisfötum hins vegar ekki til að dreifa. Þar kom jafnframt fram að þessar breytingar höfðu verið lengi í undirbúningi. Líklega miklu lengur en grænu skrefin. Í því ljósi gegnir það sérstakri furðu að samráð hafi ekki verið haft við hverfisráð borgarinnar og íbúa varðandi yfirvofandi breytingar. Ef einhvern lærdóm á að draga af endurskoðun leiðarkerfisins er hann einmitt sá að samráð sé lykilatriði. Að kynna orðinn hlut fimm dögum áður en hefja á akstur eftir nýju leiðarkerfi er ekki til neins. Gengur þetta verklag gegn skýrum og ítrekuðum óskum hverfisráða, íbúa, að ógleymdum fjölmörgum loforðum um samráð, bót og betrun. Örfáir dagar til að forða slysiÞetta þýðir að aðeins fáeinir dagar eru nú til að forða því að enn verði teknar slysalegar ákvarðanir um strætisvagnaþjónustu við Árbæinga. Það getur ekki verið sanngjarnt að Árbæingar þurfi öðrum hverfum fremur að berjast fyrir því að njóta sömu þjónustu í almenningssamgöngum og önnur hverfi og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kjarni málsinsKjarni málsins ætti að vera sá að vaxandi vitund um umhverfismál og samstaða um að aukin umferð ógni lífsgæðum í borginni ætti að kalla fram breiðan stuðning við eflingu almenningssamgangna. Fjöldi farþega í strætó óx í kjölfar nýja leiðarkerfisins, í fyrsta skipti í áraraðir, eða allt þar til skerðing á þjónustu olli bakslagi í þau segl. Í raun ættu stjórnmálamenn miklu frekar að sammælast um að kanna hvort og hvernig metnaðarfullt átak í almenningssamgöngum væri best úr garði gert. Því efling almenningssamgangna hefur sýnt sig vera ein hagkvæmasta og markvissasta leiðin til að bæta umferð og borgarbrag í bráð og lengd. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið hátíðarstemning í Árbænum undanfarna daga. Íþróttafélagið Fylkir er 40 ára og sumarið er skollið á. Hverfisbúar hafa því verið í hátíðarskapi. En í gær dró fyrir sólu. Þá er ég ekki að tala um vítaspyrnuna sem fór forgörðum á lokamínútu leiksins við Skagann (þó skítt væri), heldur hitt, að enn á ný þurfa hverfisbúar að hefja baráttu til að halda uppi eðlilegum tengslum við aðra borgarhluta í samgöngumálum. Það kostaði margra vikna baráttu nýliðinn vetur að fá lágmarksþjónustu strætó við Árbæjarhverfi eftir þá órökstuddu ákvörðun að fella niður akstur hraðleiðarinnar S5. Eftir að S5 hóf akstur komst aftur á tenging Árbæjarhverfis, Selás og Ártúnsholts við stærstu skóla og vinnustaði borgarinnar, án skiptingar. Í gær voru hverfisbúum hins vegar færðar þær fréttir að nú á enn að draga úr þjónustu strætó með akstri á aðeins hálftíma fresti. Skorið á skólanaVerst er þó að aftur á að skera á tengingu Árbæjarhverfis, Ártúnsholts, Seláss og Norðlingaholts við marga helstu skóla landsins og stærstu vinnustaði með því að hraðleiðin S5 keyri um Sæbraut í stað Miklubrautar! Þar með er ekki lengur bein tenging við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann, Fjöltækniskólann, Versló, MR, MH og Kvennaskólann, auk Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þetta er furðuleg ráðstöfun og verður að teljast sérstaklega undarleg í ljósi áforma um gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir námsmenn næsta haust. Við þetta verður ekki unað og er hér með skorað á Árbæinga og annað áhugafólk um almenningssamgöngur, betri umferð og skynsamlega orkunýtingu að láta þetta mál til sín taka. Legið á fréttinni?Það er ekki síður merkilegt að þetta vanhugsaða mál skuli dúkka upp nú, aðeins örfáum dögum áður en byrja á að keyra eftir breyttu kerfi. Ekki er nema von að vagnstjórar skuli láta í sér heyra. Fyrir þingkosningar var meirihluti borgarstjórnar hins vegar á umhverfisfötunum og kynnti „miklu betri strætó“, sem var „fyrst og fremst“ af hinum 10 grænu skrefum í Reykjavík. Kannski er ekki að undra að færri ferðir og breytingar á leiðarkerfinu hafi ekki verið kynntar sem lið í því. Á fundi hverfisráðs Árbæjar í gær var umhverfisfötum hins vegar ekki til að dreifa. Þar kom jafnframt fram að þessar breytingar höfðu verið lengi í undirbúningi. Líklega miklu lengur en grænu skrefin. Í því ljósi gegnir það sérstakri furðu að samráð hafi ekki verið haft við hverfisráð borgarinnar og íbúa varðandi yfirvofandi breytingar. Ef einhvern lærdóm á að draga af endurskoðun leiðarkerfisins er hann einmitt sá að samráð sé lykilatriði. Að kynna orðinn hlut fimm dögum áður en hefja á akstur eftir nýju leiðarkerfi er ekki til neins. Gengur þetta verklag gegn skýrum og ítrekuðum óskum hverfisráða, íbúa, að ógleymdum fjölmörgum loforðum um samráð, bót og betrun. Örfáir dagar til að forða slysiÞetta þýðir að aðeins fáeinir dagar eru nú til að forða því að enn verði teknar slysalegar ákvarðanir um strætisvagnaþjónustu við Árbæinga. Það getur ekki verið sanngjarnt að Árbæingar þurfi öðrum hverfum fremur að berjast fyrir því að njóta sömu þjónustu í almenningssamgöngum og önnur hverfi og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kjarni málsinsKjarni málsins ætti að vera sá að vaxandi vitund um umhverfismál og samstaða um að aukin umferð ógni lífsgæðum í borginni ætti að kalla fram breiðan stuðning við eflingu almenningssamgangna. Fjöldi farþega í strætó óx í kjölfar nýja leiðarkerfisins, í fyrsta skipti í áraraðir, eða allt þar til skerðing á þjónustu olli bakslagi í þau segl. Í raun ættu stjórnmálamenn miklu frekar að sammælast um að kanna hvort og hvernig metnaðarfullt átak í almenningssamgöngum væri best úr garði gert. Því efling almenningssamgangna hefur sýnt sig vera ein hagkvæmasta og markvissasta leiðin til að bæta umferð og borgarbrag í bráð og lengd. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar