Viðskipti innlent

Lykilorð fundið á nokkrum mínútum

Með einföldum leiðbeiningum er hægt að brjótast inn á nálæg þráðlaus net.
Með einföldum leiðbeiningum er hægt að brjótast inn á nálæg þráðlaus net.

Læsing á þráðlausum nettengingum Símans og Vodafone er úrelt og verður auðveldlega brotin upp. Hver sem skilur einfaldar leiðbeiningar og kann að hala niður forritum getur fundið lykilorðið á nokkrum mínútum og komist inn á þráðlaust net í nágrenninu.

Öryggisstaðallinn sem um ræðir kallast WEP, og þarf eigandi tengingarinnar að slá inn lykilorð til að geta notað þráðlausa netið.

Brjótist einhver inn á þráðlausa nettengingu getur hann halað niður að vild í gegnum tenginguna. Nái hann í ólöglegt efni, svo sem barnaklám, lítur út fyrir að eigandi tengingarinnar hafi gert það. Hann þarf þá að sýna fram á sakleysi sitt.

„Það er á ábyrgð hvers og eins að ekki sé verið að nota tengingar í leyfisleysi,“ segir Hrannar Pétursson, forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone. „Við bendum fólki á að fylgjast með því að enginn sé að nota kerfið þeirra.“ Spurður hvort viðeigandi sé að nota svo óöruggt kerfi til að læsa þráðlausum tengingum segir Hrannar WEP-læsingu algengasta staðalinn á Íslandi. „Notendur geta síðan sett netið upp á öruggari hátt ef þeir vilja.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×