Aukum lífsgæði um land allt Katrín Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2007 06:00 Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun