Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur 16. apríl 2007 09:00 Upphitunarböndin í fantaformi, góð stemning í salnum og Peter Bjorn án John nær gallalaus. Frábært tónleikakvöld. Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira