Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur 16. apríl 2007 09:00 Upphitunarböndin í fantaformi, góð stemning í salnum og Peter Bjorn án John nær gallalaus. Frábært tónleikakvöld. Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira